Vinnan logo Vinnan logo ASÍ logo English EN Efnisyfirlit

Áhrifin hafa bara verið jákvæð

– segja tveir stjórnendur fyrirtækja sem hafa reynslu af styttingu vinnutímans

Áhrifin hafa bara verið jákvæð

– segja tveir stjórnendur fyrirtækja sem hafa reynslu af styttingu vinnutímans

Hjá Hugsmiðjunni hafa mælingar sýnt að stytting vinnutímans hefur auk þess skilað betri vöru til viðskiptavina fyrirtækisins.

Það ákvæði nýju kjarasamninganna sem vakið hefur hvað mesta athygli og umtal er stytting vinnuvikunnar. Hér eru á ferðinni möguleikar til mestu breytinga á vinnutíma launafólks í áratugi. Umfang styttingarinnar fer reyndar eftir kjarasamningum og útfærslan þarf að eiga sér stað á hverjum vinnustað fyrir sig og hún er jafnvel einstaklingsbundin líka.

En hver er reynsla þeirra fyrirtækja og stofnana sem hafa gert tilraunir með styttingu vinnutímans?

Vinnan hitti Særúnu Ármannsdóttur leiksskólastjóra í Reykjavík og Margeir Steinar Ingólfsson einn úr eigendahópi hugbúnaðarfyrirtækisins Hugsmiðjunnar. Fyrirtækin sem þau stýra eru mjög ólík en reynsla þeirra af styttingu vinnutímans er í báðum tilfellum afar góð.

Á leikskólanum var vinnutíminn styttur þannig að hver starfsmaður fær að hætta kl. 13 einu sinni í viku en hjá Hugsmiðjunni voru húsbændurnir öllu róttækari og styttu vinnutímann um tvær klukkustundir á dag. Breytingin hefur skilað sér í ánægðara starfsfólki, betri vinnumóral og veikindadögum hefur stórlega fækkað. Hjá Hugsmiðjunni hafa mælingar sýnt að stytting vinnutímans hefur auk þess skilað betri vöru til viðskiptavina fyrirtækisins.

Nánar má heyra um reynslu þeirra Særúnar og Margeirs í spilaranum hér fyrir ofan.

Næsta grein Allsnægtakenningin