Vinnan logo Vinnan logo ASÍ logo English EN Efnisyfirlit

Ert þú með vinnuna í vasanum?

Við getum öll lært að skilja á milli vinnu og einkalífs til þess að minnka stress og auka lífgæði

Ert þú með vinnuna í vasanum?

Við getum öll lært að skilja á milli vinnu og einkalífs til þess að minnka stress og auka lífgæði

Ingibjörg segir að töluverð aukning hafi verið í fjölda þeirra sem leita til Virk á undanförnum misserum vegna streitu einkenna auk þess sem töluvert meiri aðsókn hafi verið í sjúkrasjóði stéttarfélaganna vegna álagstengdra sjúkdóma.

Margir upplifa mikið álag í nútímasamfélagi þar sem kröfurnar eru miklar og hlutverkin mörg. Rannsóknir hafa sýnt að þetta er einn helsti streituvaldurinn í lífi okkar og því mikilvægt að ná að samræma þessa ólíku þætti.

Vinnan hitti þær Þórkötlu Aðalsteinsdóttur, sálfræðing hjá Líf og sál, og Ingibjörgu Loftsdóttur, sviðsstjóra hjá Virk endurhæfingarsjóði, sem fóru yfir stöðuna á íslenskum vinnumarkaði og gáfu góð ráð til þess að draga úr stressi og skerpa skilin milli vinnu og einkalífs

Ingibjörg segir að töluverð aukning hafi verið í fjölda þeirra sem leita til Virk á undanförnum misserum vegna streitu einkenna auk þess sem töluvert meiri aðsókn hafi verið í sjúkrasjóði stéttarfélaganna vegna álagstengdra sjúkdóma. Þórkatla leggur áherslu á mikilvægi þess að hafa skýr skil milli vinnu og einkalífs. Hún segir mikilvægt að hlaða batteríin reglulega, leyfa sér að vera í núinu og halda skilunum milli ólíkra hlutverka okkar skýrum.  

Viðtölin má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.

Næsta grein Minnkaðu matarsóun og sparaðu pening í leiðinni