Vinnan logo Vinnan logo ASÍ logo English EN Efnisyfirlit

Hin hliðin á Vilhjálmi Birgissyni

Hin hliðin á Vilhjálmi Birgissyni

Vilhjálmur Birgisson hefur verið formaður Verkalýðsfélags Akraness í 17 ár og á þeim tíma verið aðsópsmikill í umræðu um verkalýðsmál og þjóðfélagsmál almennt. Vilhjálmur var varaforseti ASÍ frá hausti 2018 þar til hann sagði af sér embættinu í apríl 2020. Hér sýnir hann lesendum Vinnunnar á sér hina hliðina.

Gælunafn: Villi
Fæðingarstaður: Akranes
Aldur: 55 ára
Menntun: Skóli lífsins.
Starfsferill: Sjómaður, verkamaður og formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Fyrirmyndin: Móðir mín.
Helsta afrek? Að eiga fjóra drengi.
Stærstu mistök? Of mörg til að hægt sé að gera upp á milli þeirra.
Draumurinn? Að börnum mínum og barnabörnum líði vel og gangi vel.
Kennarinn? Rögnvaldur Einarsson stærðfræðikennari, hann var virkilega góður.
Óttinn? Að eitthvað komi fyrir strákana mína og barnabörnin mín.
Bókin: Um Gvend Jaka, ótrúleg saga.
Kvikmyndin: Titanic
Tónlistarmaðurinn: Bubbi Morthens
Platan: Kona með Bubba.
Lagið? Syneta með Bubba.
Landið? Ísland
Borgin? Ósló
Staðurinn á Íslandi? Húsafell
Flippið? Að fara á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 15 ára gamall.
Áhugamálið? Golf og aftur golf.
Hippi eða pönkari? Hvorugt
Íþróttaafrek? Íslandsmeistari í fótbolta 1977 með 5. flokki ÍA.
Stefnan? Verða betri maður í dag en í gær.