Vinnan logo Vinnan logo ASÍ logo English EN Efnisyfirlit

Svona virkar keðjuábyrgð

Svona virkar keðjuábyrgð

Af lager ÁTVR
Af lager ÁTVR

Keðjuábyrgð

Keðjuábyrgð er mikilvæg, ekki síst í opinberum innkaupum. Á þetta hefur ASÍ bent lengi og árið 2019 bar sú barátta árangur þegar Alþingi samþykkti lög þessa efnis.

ÁTVR hefur undanfarin ár verið í samstarfi við áfengisinnflytjendur á hinum Norðurlöndunum og verkalýðshreyfingu víða um heim til að tryggja að sú vara sem ÁTVR hefur á boðstólum sé í lagi og er þá horft langt niður virðiskeðjuna – til allra vinnslustiga. Þetta er gott dæmi um það hvernig keðjuábyrgð virkar. En hvernig vildi það til að ÁTVR fór í samstarf með hinum Norðurlöndunum á þessu sviði?

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Markmiðið alltaf umbætur

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að samstarf Norðurlanda á þessu sviði hafi byrjað fyrir 15 árum og áherslan sé á samfélagslega ábyrgð. Þannig sé horft til vinnuskilyrða verkafólks, launamála, að rétturinn til að vera í verkalýðsfélagi sé virtur og ekki stunduð barnaþrælkun á vínekrunum. Umhverfismál er einnig þáttur sem er skoðaður. Keðjuábyrgð byggir á þeim gildum að allir séu að fá sitt.

„Það er mjög misjafnt eftir löndum og svæðum hvað er verið að skoða. Í Kaliforníu er t.d. verið að horfa á umhverfisþáttinn á meðan í S-Afríku eru vinnuaðstæður og kjör verkafólksins í brennidepli.“

Sigrún Ósk segir að ávinningurinn fyrir ÁTVR af þessu samstarfi sé að fá betri vöru og geta lagað ágalla í vinnsluferlinu ef þeir eru til staðar. Markmiðið sé alltaf umbætur en ekki að klekkja á framleiðendum. Að útiloka þá vegna þess að eitthvað er að kemur verkafólkinu ekki til góða, nema síður sé.

Viðtalið við Sigrúnu Ósk má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Næsta grein Brauðstrit og barátta í dúr og moll