Vinnan logo Vinnan logo ASÍ logo English EN Efnisyfirlit

Alþýðumatur - heima og að heiman

Alþýðumatur - heima og að heiman

Friðrik V með eldhúsgaldra
Friðrik V með eldhúsgaldra

Alþýðumatur - heima og að heiman

Um fátt ræðir fólk meira en mat enda þurfum við öll að matast til að lifa af og fátt gleður mannsins hjarta meira en virkilega góð máltíð. Í myndbandinu hér að ofan er rætt við matreiðslumeistarann Friðrik V um alþýðumat, bæði íslenskan og útlendan – einkum ítalskan – enda nam Friðrik sín fræði um tíma í því landi. Í innslaginu eldar hann ávaxtagraut sem oft var á borðum íslenskra alþýðuheimila á síðustu öld en þau sem eru komin á besta aldur í dag muna sjálfsagt eftir spónamatnum, súpum og grautum af alls kyns tagi, sem var jafnan á boðstólum fyrir eða eftir aðalréttinn svo það þyrfti ekki jafn mikið af honum enda dýrasta hráefnið jafnan falið í þeim rétti.

Friðrik segir líka sögur af frægasta og vinsælasta alþýðurétti sögunnar, pizzunni, sem alþýðufólk á Ítalíu hefur borðað um aldir enda uppistaðan ódýrt hráefni. Pizzan þótti lengi hálfgerður fátækramatur og varð því ekki fáanleg á matsölustöðum í landinu fyrr en seint á 19. öld en það voru svo ítalskir innflytjendur í New York sem gerðu þennan rétt frægan í byrjun 20. aldar. Yfir sögunum fylgjumst við með Friðriki elda frægustu en um leið vanmetnustu pizzuna, Margherita.

Sjón er sögu ríkari – smellið á myndbandið hér fyrir ofan.

Næsta grein Fjölbreyttur bakgrunnur kvenna sem starfa í stéttarfélögunum