Vinnan logo Vinnan logo ASÍ logo English EN Efnisyfirlit

Hin hliðin á Margréti Halldóru Arnarsdóttur

Hin hliðin á Margréti Halldóru Arnarsdóttur

Margrét Halldóra Arnarsdóttir var kjörin formaður FÍR árið 2020, þá aðeins 29 ára að aldri og er þar með yngsti formaður stéttarfélags innan ASÍ. Hér sýnir hún lesendum Vinnunnar á sér hina hliðina.

Gælunafn: Margó, en það eru bara mínir nánustu sem nota það, annars er ég alltaf kölluð Margrét.
Fæðingarstaður: Reykjavík
Aldur: 30
Menntun: Sveinspróf í rafvirkjun.
Starfsferill: Starfsmaður í bíó, þjónn, barþjónn, rafvirki, stundakennari og formaður.
Fyrirmyndin: Ég á enga eina fyrirmynd. Ég reyni að sjá kostina í fólkinu í kringum mig og spegla mig í þeim. Ég reyni að tileinka mér þá sem mér líkar til að verða betri útgáfa af sjálfri mér.
Helsta afrek: Hingað til er það líklega að þora að henda mér í djúpu laugina fyrir sex árum og skrá mig í karllægt iðnnám og allt sem fylgdi í kjölfarið á því vali. Ef einhver hefði sagt mér fyrir sex árum hvar ég myndi enda hefði ég ekki trúað einu orði.
Stærstu mistök: Öll augnablikin sem ég hef efast um eigin hæfni.
Draumurinn: Að allt gangi samkvæmt planinu.
Kennarinn: Af þeim sem hafa kennt mér eru það Guðný Lára og Ófeigur. Sanngjörn, skemmtileg og ótrúlega fróð.
Óttinn: Svo margt en óttinn fer minnkandi eftir því sem ég átta mig meira á og læri að yfirleitt er hann yfirstíganlegur og það versta gerist sjaldan.
Bókin: Engin því ég les skelfilega lítið.
Kvikmyndin: Mamma ól mig upp við að horfa á Star wars svo ég held ég verði að segja Return of the Jedi.
Tónlistarmaðurinn: Jóhanna Guðrún, annars enginn sérstakur. Ég hlusta eiginlega á allt en það fer eftir stemningu hverju sinni.
Platan: Engin sérstök.
Lagið: Einhvers staðar einhvern tímann aftur með Mannakorn, annars fer það eftir skapi.
Landið: Ísland
Borgin: Palma
Staðurinn á Íslandi: Öræfin
Flippið: Þegar ég var mjög ung og tók naglalakkið hennar mömmu og naglalakkaði á bak við náttborðið hennar línu úr hverjum lit. Fannst ekki fyrr en mörgum árum seinna þegar við vorum að flytja og ég stríði þeim enn þá í dag með að vilja ekki segja af hverju ég gerði þetta.
Áhugamálið: Framkvæmdir heima fyrir, skíði og málefni stéttarfélaga, þá sérstaklega rafvirkja.
Hippi eða pönkari: Hvorugt
Íþróttaafrek: Að vinna limbókeppni á ættarmóti.
Stefnan: Að vera samkvæm sjálfri mér, þroskast og verða enn betri.
Ef þú mættir velja þrjár manneskjur, lífs eða liðnar, til að bjóða í kvöldmat, hverjir yrðu þá fyrir valinu: Það er einfalt, ömmu mína og afa mína tvo sem eru látin. Önnur amma mín er enn á lífi svo ég hef enn þá tækifæri á kvöldmat með henni en ég gæfi mikið fyrir kvöldstund með þeim öllum fjórum saman.

Næsta grein Stéttarfélögin gríðarlega mikilvæg í þessu velferðarspilverki okkar á Íslandi