Fara yfir á efnissvæði
Vinnan logo Vinnan logo ASÍ logo Efnisyfirlit

Formaðurinn spurði hvort ég vildi ekki fá borgað fyrir þetta tuð

– Bergvin Eyþórsson og Hjalti Tómasson starfsmenn stéttarfélaga ræða um vinnumarkaðinn

Formaðurinn spurði hvort ég vildi ekki fá borgað fyrir þetta tuð

– Bergvin Eyþórsson og Hjalti Tómasson starfsmenn stéttarfélaga ræða um vinnumarkaðinn

Þegar ferksleiki og ný hugsun fer saman við reynslu og þekkingu þá erum við komin með blöndu sem er vænleg til árangurs.

Í apríl hófst nýr kafli í miðlunarsögu Alþýðusambands Íslands þegar Hlaðvarp ASÍ hóf göngu sína. Hér er kominn nýr og spennandi vettvangur til að kynnast mönnum og málefnum í verkalýðshreyfingunni í gegnum útvarps/hlaðvarps viðtöl.

Í meðfylgjandi viðtali ræðir Snorri Már Skúlason við tvo starfsmenn stéttarfélaga á landsbyggðinni, þá Bergvin Eyþórsson frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga á Ísafirði og Hjalta Tómasson frá Bárunni á Selfossi. Báðir hafa marga fjöruna sopið á vinnumarkaði og þeir eru sammála að það þurfi sérstaka manngerð í störf hjá stéttarfélögum. Þar skiptir rík réttlætiskennd mestu máli því oft og iðulega verði þeir vitni að hreinni og klárri mannvonsku í samskiptum atvinnurekenda við starfsmenn sína, sérstaklega ef starfsmennirnir eru af erlendu bergi brotnir. Þeir segja það útbreitt viðhorf hér á landi að það sé í góðu lagi að borga erlendu verkafólki, sérstaklega frá Austur-Evrópu og Asíu, verri laun af því að viðkomandi eru útlendingar. Þeir segja sem betur fer mikla vitundar vakningu meðal þessa erlenda starfsfólks um réttindi sín.

Endurnýjun til góðs

Hjalti og Bergvin eru sammála um að endurnýjun í forystu verkalýðshreyfingarinnar á síðustu misserum hafi orðið til góðs. Umræða um verkalýðsmál hafi aukist með nýju fólki en á sama tíma sé mikilvægt að gleyma ekki reynslunni sem þeir búa yfir sem eru búnir að vera lengur starfandi í hreyfingunni. Þegar ferksleiki og ný hugsun fer saman við reynslu og þekkingu þá erum við komin með blöndu sem er vænleg til árangurs.

Bergvin og Hjalti veltu líka vöngum um stóra samhengið. Umhverfið okkar, framtíðina, frítímann og efnishyggjuna sem við erum mörg hver þjökuð af.

Spjallið við þá félaga má finna í spilaranum hér fyrir ofan.

Næsta grein Við erum ótrúlega spennt