Fara yfir á efnissvæði
Vinnan logo Vinnan logo ASÍ logo Efnisyfirlit

Heimurinn er betri nú en fyrir 100 árum

Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ og nýkjörinn stjórnarmaður í ILO

Heimurinn er betri nú en fyrir 100 árum

Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ og nýkjörinn stjórnarmaður í ILO

Hlutverk ILO er m.a. setning alþjóðalaga á sviði vinnuréttar og félagsmála og eftirlit með framkvæmd þeirra laga.

Magnús M. Norðdahl hrl., lögfræðingur ASÍ var í mars síðastliðnum kjörinn í stjórn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) fyrstur Íslendinga. Magnús var tilnefndur af Norræna verkalýðssambandinu, NFS og einróma kjörinn af fulltrúum alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar til þessa embættis. Magnús hefur verið fulltrúi íslenskrar verkalýðshreyfingar á þingum ILO sl. 20 ár.

ILO var stofnuð 1919 á grundvelli Versalasamninganna og varð við stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrsta sérstaka stofnun þeirra. Ísland hefur átt aðild að Alþjóðavinnumálastofnuninni síðan 19. október 1945. ILO er sérstök fyrir það að vera sú alþjóðastofnun sem að jöfnu er stjórnað af ríkisstjórnunum og aðilum vinnumarkaðarins en slíkt er einsdæmi innan alþjóðakerfisins.

Hlutverk ILO er m.a. setning alþjóðalaga á sviði vinnuréttar og félagsmála og eftirlit með framkvæmd þeirra laga. Í viðtalinu í spilaranum hér fyrir ofan segir Magnús m.a. frá tilurð Alþjóavinnumálastofnunarinnar, helstu afrekum og áskorunum í framtíðinni.

Næsta grein Brauðstrit og barátta í dúr og moll